VG - kosningar - sept 2021

Þörungarnir ekki enn haft teljandi áhrif á fiskeldið

Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis, segir að enn sé komið er hafi þörungar sem liti sjóinn rauðan í mörgum fjörðum eystra ekki enn haft áhrif á eldið. Vel er fylgst með þróuninni.

„Þetta getur orðið til þess að fóðrun fisksins minnkar. Þegar skyggni í kvíunum minnkar borðar fiskurinn minna. Við höfum ekki orðið vör við önnur áhrif,“ segir Jens Garðar.

Bæði Reyðarfjörður og Seyðisfjörður hafa síðustu daga fengið rauðan blæ vegna mikils þörungablóma en fregnir hafa borist víða af litabreytingum.

Mikið magn þörunga getur haft áhrif á annað lífríki í fjörðunum, til að mynda eldisfisk. Jens Garðar segir ekki hafa orðið vart við neinn fiskadauða enn enda sé ekki um eitraða þörunga að ræða.

Fylgst er með þróuninni og hafa starfsmenn Laxa tekið sýni fyrir Hafrannsóknastofnun að beiðni hennar. Stofnunin bíður nú eftir þeim sýnum til að geta greint úr þeim nánari upplýsingar.

Rauðleitur Reyðarfjörður í morgun. Mynd: Aðsend


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.