„Þessi dagur skiptir miklu máli“

„Dagur leikskólans skipar orðið stóran sess í okkar starfi, bæði hjá börnum og starfsfólki,“ segir Sandra Konráðsdóttir, leikskólastjóri í Brekkubæ á Vopnafirði.



Dagur leikskólans hefur verið haldinn hátíðlegur í tíu ár, en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

„Við gerum alltaf eitthvað skemmtilegt á þessum degi, en aldrei það sama. Við vekjum alltaf athygli á deginum í bænum, í fyrra buðum við bæjarbúum í heimsókn en í ár sendum við út dreifirit þar sem við greinum frá því fjölbreytta starfi sem fram fer á Brekkubæ.

Við erum með tvær deildir í útikennslu vikulega, þar sem farið er með börnin út fyrir leikskólalóðina í hin ýmsu verkefni. Við leggjum áherslu á hreyfingu bæði innandyra sem utan og fá öll börn íþróttatíma í hverri viku. Auk þess vinnum við markvissa málörvun, stærðfræði og listastarfið er á sínum stað. Áhersla er lögð á að kenna börnunum góð samskipti við hvort annað svo eitthvað sé nefnt

Nóg er um að vera hjá okkur alla daga og um þessar mundir eru elstu börnin (Snillingahópur) önnum kafinn við að æfa og undirbúa leikrit fyrir þorrablótið sem haldið verður á fimmtudag,“ segir Sandra.


Tækifæri til að minna á starfið innan leikskóla

„Þessi dagur skiptir miklu máli máli, en þennan dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnu árum haldið upp á daginn með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið. Leikskólinn er mikilvægt upphaf menntunarr hverf barns og gildur þáttur í lifi þess og því skiptir miklu máli hvernig staðið er að starfi þessa skólastigs. Dagurinn er kjörið tækifæri til þess að minna fólk á það faglega og flotta starfs sem fram fer í leikskólum landsins.“

Leikskólinn Brekkubær1

Leikskólinn Brekkubær3

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.