Tæplega 15 stiga hiti á Vopnafirði í morgun

Tæplega 15 stiga hiti mældist á Vopnafirði í morgun, nánar tiltekið á Skjaldþingsstöðum. En hitanum fylgdi mikið rok.

Sara Elísabet Svansdóttir sveitarstjóri á Vopnafirði segir að það hefði verið alveg notalegt að hafa þennan hita ef rokið hefði ekki fylgt með.

„Við vorum nú ekki á skyrtubolunum og leikskólabörnin voru kappklædd að tendra á jólatréinu í morgun,“ segir Sara Elísabet. „Það liggur við að börnin hafi svo fokið upp í leikskólann að því loknu.“

Sara Elísabet segir að sunnanáttin sé alltaf svona óvenjuleg á Vopnafirði, það er heitt rok.

„En það er mjög óvenjulegt að upplifa svona mikinn hita á aðventunni,“ segir Sara Elísabet. „Hér er enginn snjór og engin hálka, bara vindasöm blíða.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.