„Tækifærin eru á landsbyggðinni“

Ívar Ingimarsson var kosinn í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir starfsárið 2017-2018 á aðalfundi samtakanna sem haldin voru í Silfurbergi í Hörpu fyrir rúmri viku. Hann segir mikilvægt að rödd landsbyggðarinnar hljómi innan samtakanna.

SAF eru hagsmunasamtök allra fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu og er meginhlutverk þeirra að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna, vinna að því að fyrirtækin búi við starfsskilyrði sem gera þau samkeppnishæf á alþjóðamarkaði og stuðla að því að ferðaþjónusta á Íslandi byggi á virðingu fyrir landi og þjóð.

Ívar er stofnandi og framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar Óseyri. „Mér finnst mikilvægt að rödd landsbyggðarinnar hljómi innan SAF, til þess að benda á að vandamálin og tækifærin sem við stöndum frammi fyrir hér eru ekki þau sömu og á höfuðborgarsvæðinu.“

Ívar segir að tækifærin séu á landsbyggðinni. „Vöxturinn í greininni er rosalegur og mér finnst alger synd ef að ferðaþjónustubyltingin sem við stöndum frammi fyrir verði ekki nýtt til þess að styrkja byggðina um allt land en vöxtur ferðaþjónustunnar og uppbygging landsbyggðarinnar fer að miklu leyti saman, bæði greinina og landsbyggðina vantar byltingu í innviða- og samgangnauppbygginu til að geta vaxið og dafnað. Ég trúi því að þessi hugsunarháttur sé allra hagur og ég mun tala fyrir því innan SAF.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.