Sverrir Örn nýr útibússtjóri Arion

Borgfirðingurinn Sverrir Örn Sverrisson hefur hafið störf sem útibússtjóri Arion banka á Egilsstöðum.

Sverrir Örn starfaði sem viðskiptastjóri hjá Arion banka á árunum 2016 til 2019 á höfuðborgarsvæðinu og sem viðskiptastjóri í útibúi bankans á Sauðárkróki í rúmt ár þar á undan.

Sverrir hefur sterkar tengingar við Austurland þar sem hann hefur stundað nám og sinnt ýmsum störfum, m.a. í útibúi Arion banka og sem viðskiptastjóri Símans.

Sverrir er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og með M.A. í alþjóðaviðskiptum og hagfræði frá Korea University.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.