Styrktu ýmis verkefni á Fáskrúðsfirði um tæpar 33 milljónir

Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslan (LVF) veittu ýmsum aðilum og verkefnum í bænum  styrki upp á tæpra 33 milljónir króna um helgina.

Styrkirnir voru afhentir á aðalfundum beggja aðila á laugardaginn var en Kaupfélagið á meirihluta hlutafjár í Loðnuvinnslunni.

Hæstu styrkina frá Loðnuvinnslunni, sautján milljónir króna, hlutu Ungmennafélagið Leiknir til íþrótta- og æskulýðsstarfa en starfsmannafélag LVF fékk tíu. Auk þeirra fékk Félag um Franska daga tæpar tvær milljónir og björgunarsveitin Geisli eina milljón.

Kaupfélagið fyrir sitt leyti styrkti Hollvinasamtök Skrúðs um slétta milljón króna til áframhaldandi uppbyggingar félagsheimilisins Skrúðs og Félag um Franska daga 1,8 milljón. Sá hópur sér um að halda bæjarhátíðina Franska daga sem fyrir löngu hefur fest sig í sessi.

Frá afhendingu styrkjanna á laugardaginn var. Frá vinstri: Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri LVF, Elvar Óskarsson stjórnarformaður LVF, Birkir Snær Guðjónsson formaður Félags um Franska daga, Steinar Grétarsson starfsmannafélagi Loðnuvinnslunnar, Grétar Helgi Geirsson formaður björgunarsveitarinnar Geisla og Vilberg Marinó Jónsson formaður Leiknis. Mynd LVF.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.