Stormviðvörun alls staðar nema á Austurlandi

Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir öll veðurspásvæði á morgun vegna storms og mögulegrar hríðar á morgun nema Austurland og Austfirði. Austfirðingar sleppa samt ekki frá áhrifum veðursins.

Viðvörun vegna suðvestanáttar gengur gildi klukkan víðast hvar í fyrramálið og stendur fram á nóttu. Sú vindátt er Austfirðingum yfirleitt hagstæð og er það að þessu sinni líka, þótt þar verði væntanlega líka talsvert hvasst þá verður sólríkt og hlýtt.

Samkvæmt veðurstofunni er spáð 13-18 m/s eystra þegar líður á morgundaginn en á móti kemur 8-15 hiti yfir daginn. Vorvindarnir hafa reyndar verið ansi hraðir eystra síðustu daga en í grófum dráttum má fram eftir viku sé spáð því veðri sem ríkt hefur síðustu daga.

Þótt viðvörunin nái ekki yfir austfirsku spásvæðin tvö þá er viðbúið að áhrifanna gæti vel eystra. Þannig hefur farþegum sem eiga bókað flug á morgun verið boðið að flýta för þar sem ólíklegt er að nokkuð verði flogið á morgun. Síðasta á laugardag féll flug niður vegna veðurs.

Mynd: Unnar Erlingsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.