Stefán Bogi ætlar ekki að halda áfram

Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Múlaþingi, hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs í sveitastjórnarkosningunum næsta vor.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Stefán Bogi sendi frá sér á Facebook í dag. Hann tiltekur þar þrjár megin ástæður.

Í fyrsta lagi að hann hafi næsta vor setið í sveitarstjórn í tólf ár. Það sé töluverður tími og eðlilegt að endurnýjun verði.

Í öðru lagi tók hann við í sumar sem forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Hann segir erfitt að ætla sér til lengri tíma að sinna viðamiklu opinberu starfi skjalavarðarins samhliða krefjandi verkefnum í sveitastjórn.

„Ég hef mörg undanfarin ár sinnt hlutastörfum meðfram pólitíkinni en á einhverjum tímapunkti þurfti ég að huga að framtíðar starfsferli á vinnumarkaði. Þó stjórnmálin séu spennandi vettvangur er ekki verjandi gagnvart sjálfum mér og fjölskyldunni að fórna öðrum starfsferli fyrir þátttöku í pólitík.“

Í þriðja lagi nefnir Stefán Bogi að hann vilji eyða meiri tíma með dætrum sínum þremur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.