Staða heilbrigðismála í Fjarðabyggð í brennidepli

Kritsín Björg Albertsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, situr ásamt öðrum stjórnendum HSA fyrir svörum á íbúafundi sem fram fer í Neskaupstað í kvöld.



Fundurinn hefst á framsögu Kristínar Bjargar um stöðu heilbrigðismála í Fjarðabyggð og áherslur HSA.

Þá taka bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og sviðsstjórar þátt í fyrirspurnum og umræðum um fjárhagsáætlanir bæjarins.

Að því búnu verða fjárhags- og starfsáætlanir Fjarðabyggðar fyrir árin 2016 – 2019 kynntar og sitja að þeim framsögum loknum bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og stjórendur bæjarins fyrir svörum.

Áhugasamir um heilbrigðismál í sveitarfélaginu eru hvattir sérstaklega til að mæta á fundinn.

Fundurinn verður í Nesskóla og stendur frá 20:00 til 22:00.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.