Sögu- og ljósmyndasýning Stríðsárasafnsins á túnið við Molann

Staðfest er að sérstök sögu- og ljósmyndasýning Íslenska stríðsárasafnsins á Reyðarfirði verður sett upp á túninu við verslunarkjarnann Molann í sumar.

Bæjarráð samþykkti tillögu stjórnar Menningarstofu og Safnastofnunar þessa efnis en sem kunnugt er verður Íslenska stríðsárasafnið lokað gestum þetta sumarið. Það bæði vegna skemmda sem þar urðu í óveðrinu síðasta haust en einnig vegna lekavandamála sem upp komu snemma árs. Þar væri umrædd sýning áfram ef það tjón hefði ekki orðið.

Sýningarstaðurinn er að Ægisgötu 6 en þar er stórt tún sem sveitarfélagið á og nýtist vel til að vekja athygli vegfarenda um Ægisgötu og ekki síður þeirra sem gera sér ferð í Molann enda túnið mitt þar á milli. Hugmyndin er jafnvel að setja þar upp bekki og borð til að skapa skemmtilega stemmingu á sýningarsvæðinu.

Bæjarráð samþykkti ennfremur tillögu Menningarstofu og Safnastofnunar að tekið yrði á leigu rými á efri hæð Óseyrar 1a til að geyma safngripi Íslenska stríðsárasafnsins næstu misserin eða þangað til endurbætur hafa farið fram á safnhúsunum sjálfum og lekavandamál leyst.

Óveðursskemmdir og vatnsleki síðasta hálfa árið hafa sett strik í reikning Íslenska stríðsárasafnsins og það verður lokað í sumar. Sýning þess flyst utandyra. Mynd Austurland.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.