Snúið við rétt fyrir lendingu

Flugvél Air Iceland Connect, sem lenda átti á Egilsstöðum á níunda tímanum í morgun, var snúið við rétt fyrir lendingu vegna ókyrrðar.

„Það er ekki mjög algegnt að það verði mikil ókyrrð í kringum Egilsstaði en það getur þó komið fyrir,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins.

Farþegar sem biðu í brottfararsal flugstöðvarinnar sáu margir hverjir þegar vélin kom fyrir ofan flugvöllinn en hélt svo á brott.

Vélin lenti í Reykjavík klukkan hálf tíu. Athugun er aftur með flug austur klukkan 10:30. Heldur hefur bætt í vind á Egilsstöðum síðan í morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.