Snjórinn bráðnar hratt í hlýindunum

snjomokstur_egs_26022013_web.jpg
Snjórinn hefur bráðnað hratt í hlýindunum sem ríkt hafa á Austurlandi undanfarna daga. Tæplega 15°C hitti mældist á Seyðisfirði snemma í morgun.

Eftir fremur snjóþungan vetur hefur verið milt veður og sólin skinið undanfarna daga. Undanfarinn sólarhringur hefur verið sérlega góður. 

Eftir hádegi í dag mældist 14°C hiti á Kollaleiru í Reyðafirði. Klukkan sex í morgun var 14,4°C hiti á Seyðisfirði og töluverður vindur.

Þessum hlýindum hafa fylgt töluverðar leysingar. Ár hafa vaxið og grafið úr vegum á Suðausturlandi. Snjóhaugarnir sem safnast hafa upp í sumar hafa horfið hratt og svell hopað af túnum. 

Á Egilsstöðum var verið að moka haugum af Söluskálaplaninu en þar hefur snjó verið safnað af nálægum bílastæðum síðan í október.

Spáð er kólnandi veðri um næstu helgi með einhverri snjókomu. Veturinn virðist því ekki búinn enn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.