Slúðursaga um Covid-19 smitaðan leikskólakennara röng

Undanfarið hefur gengið slúðursaga að í leikskólanum Eyrarvöllum í Neskaupstað hafi COVID-19 smitaður starfsmaður verið í vinnu. Það er ekki rétt. En til að eyða allri óvissu hefur starfsmaðurinn ákveðið að fara í sjálfskipaða sóttkví.


Starfsmaðurinn sem vill ekki koma fram undir nafni segir að hún og kærasti hennar hafa ekki fengið að taka próf því Læknavaktin og Heilbrigðistofnun Austurlands (HSA) telja það mjög ólíklegt að þau séu smituð.

En forsaga málsins er að mágur starfsmannsins hefur verið settur í einangrun vegna Covid-19 smits.

„Þrátt fyrir að hafa verið greindur með veiruna hefur hann verið einkennalaus í næstum mánuð, hefur fengið vægan hita í tvo daga sem ekki taldist vera mikil einkenni veirunnar og því ekki tekið alvarlega þannig séð.“ segir starfsmaður Eyrarvalla.

„Þar sem bróðir kærasta míns bar engin einkenni þegar þeir hittust á það að vera erfitt fyrir smit að berast á milli þeirra.“

HSA gaf þau svör að þar sem parið er, og hefur verið einkennalaust hefur ekki verið þörf á skimun.

Sigurveig H. Dagbjartsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Eyrarvalla segir að skólastjórnendur Eyrarvalla séu búin að vera í beinu sambandi við læknavaktina. „Við höfum alltaf fengið sömu skilaboðin sem eru að hún eigi og þurfi ekki að fara í sóttkví.“

„En til að eyða allri óvissu hefur hún ákveðið að fara í sjálfskipaða sóttkví út þessa viku. Ef foreldar hafa einhverjar áhyggjur eða heyra sögur þá eiga þeir ekki að hika við að hafa samband við yfirmenn leikskólans frekar en að veltast um með áhyggjur,“ segir Sigurveig.

Sigurveig vill ítreka að starfsfólk leikskólans mun alltaf hafa samband og leyfa foreldrum og forráðamönnum að fylgjast með gangi mála ef það koma upp smit eða ef til sóttkvíar kemur hjá einhverjum.

 

Leikskólinn Eyrarvellir. Mynd: Hlynur Sveinsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.