Skipt um framkvæmdastjóra HEF

Aðalsteinn Þórhallsson, verkfræðingur, hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Aðalsteinn er byrjaður að starfa með stjórn HEF en kemur að fullu til starfa 1. október næstkomandi.

Aðalsteinn tekur við af Páli Breiðfjörð Pálssyni sem verið hefur framkvæmdastjóri hitaveitunnar undanfarið ár. Í samtali við Austurfrétt sagði Gunnar Jónsson, stjornarformaður HEF, að það hafi verið samhljóða álit stjórnar að fráfarandi framkvæmdastjóri nyti ekki lengur trausts hennar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar