Skíðalyfta í Stafdal í lagi

Skíðalyfta í Stafdal virkaði eins og hún á að gera þegar óhapp varð í henni á sunnudag. Hún var opnuð á ný í gær.

Stúlka á táningsaldri meiddist þegar vír í lyftunni fór út af braut sinni á sunnudag.

Lyftunni var lokað í kjölfarið og hún skoðuð af Vinnueftirlitinu. Samkvæmt upplýsingum þaðan var ekki um bilun að ræða í lyftunni.

Þegar vírinn fer út af braut sinni á öryggi að slá það út, sem það og gerði. Lyftan stenst kröfur sem gerðar eru til skíðalyfta og öryggisbúnaður virkaði þegar til átti að taka.

Lyftan var því opnuð aftur í gær um leið og svæðið sjálft, en það er lokað á mánudögum.

Úr safni. Mynd: Agnar Sverrisson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.