Sjö umsækjendur um stöðu bæjarstjóra Fjarðabyggðar

Níu umsóknir bárust um stöðu bæjarstjóra Fjarðabyggðar en sjö standa eftir þar sem tvær umsóknir voru dregnar til baka. Engin kona er meðal umsækjenda.

Nýr meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðalista ákvað að auglýsa starfið sem Páll Björgvin Guðmundsson hefur gegnt undanfarin átta ár. Umsóknarfresturinn rann út í síðustu viku.

Gerðar voru kröfur um framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og þekkingu af stjórnun og rekstri. Háskólamenntun sem nýtist í starfi var talin kostur sem og þekking af opinberri stjórnsýslu og störfum á sveitarstjórnarstigi.

Í auglýsingu segir að áskilið sé að taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum.

Umsækjendurnir eru:

Ármann Halldórsson, byggingatæknifræðingur, Grindavík
Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri, Ísafjarðarbæ
Guðmundur Helgi Sigfússon, slökkviliðsstjóri Fjarðabyggð
Karl Óttar Pétursson, hæstaréttarlögmaður, Reykjavík
Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðgjafi, Árborg
Snorri Styrkársson, fjármálastjóri, Fjarðabyggð
Sveinbjörn Freyr Arnaldsson, framkvæmdastjóri, Kópavogi

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.