Sjö Austfirðingar á lista Viðreisnar

Sjö einstaklingar búsettir á Austurlandi eru á framboðslista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi en listinn var kynntur fyrir helgi. Jens Hilmarsson, lögregluþjónn á Egilsstöðum, er efstur þeirra í þriðja sæti.


Strax á eftir honum kemur síðan Ester Sigurðardóttir á Vopnafirði og í sjötta sætinu er Guðný Björg Hauksdóttir á Reyðarfirði.

Eins má nefna að Benedikt Jóhannesson, formaður flokksins sem skipar efsta sætið í kjördæminu, er ættaður frá Norðfirði og Sunniva Gjerde í 18. sætinu er alin upp á Héraði og Stöðvarfirði.

1. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, Reykjavík
2. Hildur Betty Kristjánsdóttir, deildarstjóri, Akureyri
3. Jens Hilmarsson, lögreglumaður, Egilsstöðum
4. Ester Sigurásta Sigurðardóttir, verkefnastjóri, Vopnafirði
5. Hjalti Jónsson, sálfræðingur og tónlistarmaður, Akureyri
6. Guðný Björg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri, Reyðarfirði
7. Kristófer Alex Guðmundsson, sala og markaðssetning, Akureyri
8. Sigríður Ásta Hauksdóttir, fjölskylduráðgjafi, Akureyri
9. Halldór Sævar Guðbergsson, fagstjóri og íþróttakennari, Akureyri
10. Hrefna Zoega, Norðfirði
11. Friðrik Sigurðsson, fv. forseti sveitarstjórnar Norðurþings, Akureyri
12. Soffía Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri, Akureyri
13. Steingrímur Karlsson, kvikmyndagerðarmaður og ferðaþjónustufrumkvöðull, Fljótsdal
14. Una Dögg Guðmundsdóttir, kennari, Siglufirði
15. Ingvar Gíslason, háskólanemi, Reykjavík
16. Anna Svava Traustadóttir, verslunarstjóri, Akureyri
17. Valtýr Hreiðarsson, ferðaþjónustubóndi, Svalbarðsströnd
18. Sunniva Lind T. Gjerde, skólaliði, Akureyri
19. Páll Baldursson, sagnfræðingur og fv. sveitarstjóri á Breiðdalsvík, Egilsstöðum
20. Sólborg Sumarliðadóttir, hjúkrunarfræðingur, Seyðisfirði

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.