Sjálfstæðisflokkur mælist með þrjá menn inni: Framsókn stærst

konnun_26042013.jpgFramsóknarflokkurinn mælist stærsti flokkurinn í Norðausturkjördæmi miðað við nýjasta þjóðarpúls Gallup. Aðeins fjórir flokkar fá kjördæmakjörinn mann í kjördæminu.
 

Framsóknarflokkurinn mælist með 33,9% fylgi og fjóra menn en Sjálfstæðisflokkurinn 25,6% og þrjá kjördæmakjörna þingmenn.

Fylgi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs mælist 11,8% og Samfylkingar 11%. Hvor flokkur fær einn kjördæmakjörinn mann.

Björt framtíð mælist með 4,9% fylgi en fengi jöfnunarþingmanninn í kjördæminu miðað við niðurstöðu könnunarinnar á landsvísu.

Píratar frá 3,3%, Hægri grænir 3,1%, Lýðræðisvaktin 3%, Dögun 1,8% og aðrir flokkar 1,6%.

Síðastur inn sem kjördæmakjörinn þingmaður er fjórði maður Framsóknarflokks. Langt er í næsta mann sem væri fimmti maður Framsóknarflokks.

Heildarfjöldi svarenda var 403, þar af tóku 88% afstöðu til flokka. Rúm 6% ætluðu ekki að kjósa eða skila auðu og jafn margir tóku ekki afstöðu eða neituðu að gefa hana upp. Könnunin var gerð dagana 18. – 25. apríl.

Björt framtíð og Píratar falla hratt

Gallup kannaði síðast afstöðu kjósenda í Norðausturkjördæmi fyrir viku. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig miklu fylgi, 4,5% prósentustigum. Hlutfallslega auka Hægri grænir og Dögun fylgi sitt mest en Lýðræðisvaktin bætir einnig við sig.

Vinstri grænir vinna á um 1,1 prósentustig og fara upp fyrir Samfylkinguna sem tapar á móti. Framsóknarflokkurinn tapar 1,4 prósentustigum.

Björt framtíð tapar 2,5 prósentustigum eða um þriðjungi fylgisins. Píratar tapa 2,9 prósentustigum eða tæplega helmingi fylgisins.

Stórtap vinstri flokkkanna

Þetta eru sömu flokkar og komu að þingmönnum í kjördæminu árið 2009. Vinstri grænir tapa 18 prósentustiga fylgi eða tveimur þriðja hluta fylgis síns og þar af leiðandi tveimur þingmönnum.

Fylgi Samfylkingarinnar minnkar um 11,7 prósentustig eða um helming. Flokkurinn tapar einnig tveimur þingmönnum. Annar þeirra var jöfnunarþingmaður.

Framsóknarflokkurinn bætir við sig 8,6 prósentustigum og tveimur mönnum en Sjálfstæðisflokkurinn 8,1 prósentustigi og manni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.