Silfurverðlaun hjá 7. bekk Nesskóla

7. bekkur Nesskóla hlaut á dögunum silfurviðurkenningu fyrir þátttöku í Berbas áskorunini. Bebras áskorunin er alþjóðlegt verkefni sem felst í að auka áhuga á upplýsingatækni og efla rökhugsun og tölvufærni meðal nemenda á öllum skólastigum.

Greint er frá þessu á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir Berbas sé ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni og var hún keyrð í fyrsta sinn á Íslandi í nóvember 2015 og er Ský í forsvari fyrir verkefnið á Íslandi.

„Í áskoruninni leysa þátttakendur skemmtilegar þrautir sem byggja á hugsunarhætti forritunar við úrlausn þeirra. Þrautirnar eru hugsaðar fyrir 6 - 18 ára og skipt niður eftir aldri. 7. bekkur Nesskóla stóð sig með glæsibrag og hlaut silfurviðurkenningu,“ segir á vefsíðunni.

„Fjarðabyggð óskar 7. bekk Nesskóla og kennara þeirra Viktoríu Gilsdóttur innilega til hamingju.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.