Síldarvinnsluna vantar fólk til starfa

Mikill gangur er hjá Síldarvinnslunni á Seyðisfirði og af þeim sökum vantar þar fólk til starfa.

Fjallað er um málið á heimasíðu fyrirtækisins. Þar segir að vinnsla í frystihúsinu á Seyðisfirði gangi vel en að sögn Ómars Bogasonar, skrifstofustjóra, er vöntun á fólki til starfa.

„Okkur vantar nokkra starfsmenn, en það hefur gengið erfiðlega að ráða fólk. Það virðast ekki margir Íslendingar tilbúnir að koma og vinna í fiski, en nú er um 60% starfsmannanna hjá okkur af erlendu bergi brotnir. Sumir þessara erlendu starfsmanna hafa að vísu unnið hjá okkur lengi og eru orðnir rótgrónir.

Ég vil hvetja fólk til að sækja um störf hjá okkur. Við bjóðum upp á gott starfsöryggi og það er eitthvað sem menn hljóta að meta nú á tímum,“ segir Ómar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.