Síldarvinnslan framúrskarandi fyrirtæki í átta ár

Síldarvinnslan (SVN) hefur verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki samfellt frá árinu 2012 og hefur verið að færast upp listann á síðustu árum.

Þetta kemur fram á vefsíðu SVN. Eins og fram kom í umfjöllun á Austurfrétt.is í gærdag er SVN í sjötta sæti á listanum fyrir rekstrarárið 2019 og að fimm fyrirtæki á Austurlandi hafi náð inn á topp 100 á listanum.

Á vefsíðu SVN segir að Creditinfo hefur unnið lista um framúrskarandi fyrirtæki frá árinu 2010. Fyrir árið 2019 komust einungis um 2% fyrirtækja á umræddan lista.

„Á listanum yfir framúrskarandi fyrirtæki er þeim skipt í þrjá stærðarflokka; lítil fyrirtæki, meðalstór og stór. Síldarvinnslan er í flokki stórra fyrirtækja og er þar í sjötta sæti. Fram kemur á listanum að eignir Síldarvinnslunnar séu 64.3 milljarðar króna og eigið fé 43.7 milljarðar króna eða 67,9%,“ segir á vefsíðunni.

„Þegar fyrirtæki á listanum eru skoðuð eftir landshlutum kemur fram að 32 fyrirtæki á Austurlandi eru framúrskarandi og þar er Síldarvinnslan í fyrsta sæti.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.