Seyðfirðingar sýna Eyþóri samstöðu eftir brunann: Endurreisum Láruna!

laran_bruni_ebb4_web.jpg

Bæjarbúar á Seyðisfirði hafa boðað til samstöðu- og hugmyndafundar í félagsheimilinu Herðubreið annað kvöld eftir að veitingastaðurinn Kaffi Lára brann í gærkvöldi.

 

Boðað er til fundarins undir yfirskriftinni „endurreisum Láruna“ í bíósalnum í Herðubreið annað kvöld klukkan 18:00. Það verður til sölu matur og drykkur, söngvakeppnin verður sýnd á tjaldinu og „uppákomur í anda Lárunnar.“ Samskota og hugmyndabanki verða á staðnum. 

Með þessu vilja bæjarbúar sýna Eyþóri Þórissyni, veitingamanni á Lárunni, samhug í verki. Mikið tjón varð í gær þegar öldurhúsið, sem var í gömlu timburhúsi í hjarta bæjarins, brann. Staðurinn hefur árum saman verið vinsæll samkomustaður Seyðfirðinga og gesta þeirra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.