Sex sóttu um stöðu aðstoðarskólameistara

Sex umsóknir bárust um stöðu aðstoðarskólameistara Verkmenntaskóla Austurlands, en umsóknarfrestur um starfið rann út í byrjun mánaðarins.

Starfið er nýtt í skólanum en í úttekt sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið árið 2014 er mælst til þess að henni verði komið á til að létta álagi af öðrum stjórnendum.

Skólameistari VA ræður í stöðuna. Umsækjendur eru eftirtaldir:

Guðmundur Arnar Guðmundsson, framhaldsskólakennari
Guðrún Ásgeirsdóttir, umsjónarkennari
Ingimundur Einar Grétarsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
Karen Ragnarsdóttir, verkefnastjóri
Sigrún Júlía Geirsdóttir, grunnskólakennari
Þórdís Sævarsdóttir, kennari og verkefnastjóri

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.