Samþykkja stjórnsýsluúttekt hjá Fjarðabyggð

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt, með breytingum, tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þess efnis að fram fari stjórnsýsluúttekt hjá sveitarfélaginu.

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, Ragnar Sigurðsson, lagði fram tillögu þessa efnis á síðasta bæjarstjórnarfundi en þar hugmyndin að óháður aðili framkvæmi úttekt á allri stjórnsýslu með sérstakri áherslu á hvernig auka mætti skilvirki og hagræðingu í rekstri Fjarðabyggðar.

Aðrir bæjarráðsfulltrúar samþykktu tillöguna með nokkrum breytingum en samkvæmt henni skulu fjórir hlutir skoðaðir í þaula. Í fyrsta lagi skal „vinna greiningu og leggja mat á styrkleika og veikleika í þjónustu, verkskiptingu og samstarfi“ innan stjórnsýslunnar. Í öðru lagi „koma með tilllögur að aukinni skilvirkni, árangri og hagræðingu í stjórnkerfi og rekstri sveitarfélagsins.“  Í þriðja lagi „koma með tillögur að úrbótaáætlun á starfsumhverfi starfsmanna á bæjarskrifstofu,“ og í síðasta lagi að við verklok verði lögð fram forgangsröðun nauðsynlegra úrbótaverkefna.

Í tillögu Sjálfstæðismanna var gert ráð fyrir aðkomu starfsfólks, íbúa og annara hagsmunaaðila að verkefninu og þar á meðal opna sérstaka ábendingargátt fyrir íbúa til að kalla eftir þeirra sjónarmiðum. Sú tillaga hlaut þó ekki brautargengi.

Bæjarstjóri mun á næstunni afla tilboða í verkefnið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.