Ráðuneytið hættir stuðningi við StarfA: Breytingar framundan

starfa.jpg
Velferðarráðuneytið hefur ákveðið að hætta stuðningi sínum við starfsendurhæfingarstöðvar eins og þá sem rekin er á Austurlandi undir merkjum StarfA. Hægt á að vera að ljúka endurhæfingu þeirra einstaklinga sem þegar eru komnir í ferli hjá StarfA.

Þetta kemur fram í nýlegu erindi stjórnarformanns StarfA til sveitarfélaganna sem aðild eiga að starfsendurhæfingarstöðinni. Þar kemur fram að ráðuneytið hafi ákveðið að endurnýja ekki samninga við endurhæfingarstöðvarnar en StarfA geti haldið áfram endurhæfingu sautján einstaklinga út árið 2013.

Stjórnarformaðurinn, Sverrir Mar Albertsson, telur þó ekki að halda verði fullum rekstri með því framlagi. „Reynsla síðustu ára hefur sýnt að aðilar á Austurlandi hafa ekki vísað einstaklingum til StarfA í þeim mæli að það standi undir rekstri - þó svo að ráðuneytið hafi greitt fyrir þjónustu við viðkomandi - en nú þegar stefnir í að þeir aðilar sem vísa einstaklingum þurfi einnig að greiða fyrir þjónustuna er næsta víst að tilvísanir munu verða allfáar.“

Óljóst sé hver eigi framvegis að greiða fyrir þá þjónustu sem StarfA hefur veitt á undanförnum árum. Í bréfinu lýsir hann vonbrigðum sínum yfir að ekki verði hægt að halda verkefninu áfram. Þá hafi StarfA nánast frá upphafi þurft að afþakka fé sem stóð til boða þar sem einstaklingum var ekki vísað til stofnunarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.