Rúmar ellefu milljónir til ýmissa verkefna á Stöðvarfirði

Þriðja úthlutun úr frumkvæðissjóði verkefnisins Sterkur Stöðvarfjörður fór fram í síðustu viku en þar hlutu ein átján mismunandi verkefni náð fyrir augun úthlutunarnefndar.

Alls bárust að þessu sinni 23 umsóknir alls og því mikill meirihluti umsækjenda sem styrki hlaut en öll þurfa verkefnin að hafa það meginmarkmið að efla og styrkja innviði þorpsins og samfélagið allt.

Hæsta styrkinn að þessu sinni, 1650 þúsund, hlaut Sköpunarmiðstöðin vegna framkvæmda við sköpunareldhúsið Fræ, Kimi Tayler fékk 900 þúsund til reksturs Brauðdaga og litlu minna, 850 þúsund, fékk Lukasz Stencel sem rekur innrömmun og forvörslu Austurlands. Þá fékk Rósa Valtingojer styrk til tveggja mismunandi verkefna að upphæð 1,4 milljón: Keramik og kaffi annars vegar og til minjagripagerðar hins vegar. Sólmundur Friðriksson hlaut 800 þúsund til annars áfanga verkefnisins Stöðfirskir bátar og skip.

Styrkina alla í heild má finna hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.