Þóroddur Seljan hlaut dugnaðarforksverðlaun Heimilis og skóla

thoroddur_seljan_dugnadarforkur_2012.jpg

Þóroddur Helgason Seljan, fræðslustjóri Fjarðabyggðar og fyrrverandi skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar, hlaut Dugnaðarforksverðlaun Heimilis og skóla í dag. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu.

 

„Það er ekki síst fyrir tilstuðlan Þórodds og framgöngu hans sem svo vel hefur tekist til að efla samstarfsvettvang foreldra eftir sameiningu," segir Borghildur Jósúadóttir, formaður dómnefndar. 

Þóroddur fær verðlaunin meðal annars fyrir að hafa hvatt til stofunar svæðisráðs foreldrafélaga í Fjarðabyggð.

Foreldrasamtökin Heimili og skóli afhentu þrenn verðlaun í dag. Foreldrar í Grundaskóla á Akranesi fengu Foreldraverðlaunin fyrir að setja upp söngleiki, Þorpið - þekkingarsamfélag hlaut  hvatningarverðlaunin og Þóroddur fékk verðlaun sem dugnaðarforkurinn í ár.

Á myndinni eru Ketill Magnússon, formaður Heimilis og skóla, Þóroddur Helgason, fræðslustjóri í Fjarðabyggð, og Borghildur Jósúadóttir, formaður dómnefndar. Mynd: Heimili og skóli

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.