Reyna að bjarga kindum úr stórri aurskriðu

Á annan tug björgunarsveitarmanna frá Djúpavogi eru að störfum við bæinn Hamarssel í Hamarsfirði við að reyna að bjarga fé úr aurskriðu sem féll við bæinn fyrir hádegið.

„Þeir eru búnir að bjarga einum 20 kindum úr skriðunni. Það er ekki vitað hvað fór margt undir en þeir hafa séð eitthvað af dauðu fé,“ segir Jökull Fannar Helgason í svæðisstjórn björgunarsveitanna á Austurlandi.

Hann segir umfangið á skriðunni mjög mikið, fleiri hundruð metrar á breidd, há og erfitt að fóta sig í henni.

Fleira fé er í kring og hefur reynt að flytja féð heim í hús. Úrhellisrigningar hafa verið á svæðinu undanfarna daga en aðeins hefur dregið úr henni síðan björgunarsveitarmennirnir komu á staðinn. Útkallið barst upp úr klukkan hálf tólf.

Úr Hamarsfirði í gær. Mynd: Eiður Ragnarsson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.