Rétt að huga í fullri alvöru að Fjarðarheiðargöngum

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vill að aukinn kraftur verði settur í undirbúning ganga undir Fjarðarheiði. Þau muni efla mannlíf á Seyðisfirði.


Þessu viðhorfi lýsti Valgerður Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í umræðum á þingi í vor í kjölfar þess að slegið var í gegn í Vaðlaheiðargöngum.

Valgerður minntist á að sú framkvæmd gerði erfið erfið og ýmsir haft efasemdir um hana en hún myndi tengja saman byggðir á Norðausturlandi, auka ferðaöryggi og stækka atvinnusvæði.

Valgerður kom einnig inn á að jarðgangagerð hefði sannarlega breytt aðstæðum á Austfjörðum og lýsti þar stuðningi við kröfur Seyðfirðinga umgöng.

„Nú er kominn tími til þess að fara að huga í fullri alvöru að göngum undir Fjarðarheiði þar sem Seyðfirðingar búa. Það mun, þegar sú ákvörðun verður komin til framkvæmda, hafa þau áhrif að mannlíf þar mun allt blómstra aftur, eins og við sáum gerast t.d. á Siglufirði þegar Héðinsfjarðargöngin voru tekin í notkun.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.