Rafmagnslaust í Breiðdal

Bilun er í dreifikerfi raforku innan við Ásunnarstaði í Breiðdal. Raforka hefur verið óstöðug á Austurlandi í dag.

Samkvæmt upplýsingum af vef Rarik er verið að leita að uppruna bilunarinnar sem veldur rafmagnsleysi í bæðum norðum og sunnanverðum Breiðdal. Von er á að viðgerð taki nokkurn tíma en rafmagnið fór af um klukkan fimm. Skammvinnt rafmagnsleysi varð um svipað leyti á Seyðisfirði. Ljós flöktu víðar í fjórðungnum.

Rafmagn fór af öllu Austurlandi rétt fyrir klukkan eitt í dag. Skömmu fyrir klukkan fjögur var búið að koma því á aftur.

Orsök rafmagnsleysisins var útleysing á línunni milli Fljótsdalsstöðvar og álvers Alcoa sem síðar leiddi til keðjuverkunar sem endaði í því að rafmagnslaust varð allt frá Blönduósi suður að Höfn í Hornafirði. Á fjórða tímanum leysti línan milli Kröfu og Fljótsdals tvisvar út en leiddi ekki til rafmagnsleysis.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti liggur ekki fyrir hvað orsakaði hið víðtæka rafmangsleysi í dag. Við fyrstu sýn virðist það vera samverkandi þættir. Orsakirnar verða nánar greindar þegar um hægist en í dag hefur allt kapp verið lagt á að koma rafmagni á og halda því þannig.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.