Opið málþing um byggðamál

„Ég hvet alla sem áhuga hafa að líta við og taka þátt í umræðu um þessi byggðatengdu mál,“ segir Þórarinn Lárusson, formaður Framfarafélag Fljótsdalshéraðs, en félagið heldur í samvinnu við byggðasamtökin Landsbyggðin lifi málþing um byggðamál á Hótel Héraði næsta föstudag.


Málþingið og öllum opið og stendur frá klukkan 14:00 til 17:00. Þrjú erindi eru á dagskrá;

 

  • Erlent samstarf Landsbyggðarinnar lifi – Stefanía Gísladóttir varaformaður LBL og Vigfús Ingvar Ingvarsson, ritari LBL og FF.
  • Fiskeldi og byggðir – Gunnar Steinn Gunnarsson, framleiðslustjóri Laxa ehf.
  • Matarauður Íslands, helstu verkefni og tækifæri til frekari samvinnu – Oddý Anna Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Matarauði Íslands.


„Heilt yfir er stóra myndin nokkuð góð“
Aðspurður um sína skoðun á stöðu byggðamála á Austurlandi segir Þórarinn; „Hér er ýmislegt búið að gera, bæði stórt og smátt. Mér þykja Austfirðingar duglegir að halda sínum málum á lofti, en hér er fjölbreytt starfsemi. Auðvitað vantar upp á samgöngur á svæðinu eins og annarsstaðar, en í samanburði við aðra landshluta tel að við stöndum okkur vel – heilt yfir er stóra myndin nokkuð góð.“ 





Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.