Oddviti Fljótsdalshrepps hyggst segja af sér

„Það er meira en að segja það að vera í forsvari fyrir sveitarfélag í ofanálag við allt annað en ég tek þessa ákvörðun af persónulegum ástæðum,“ segir Jóhann F. Þórhallsson, fráfarandi oddviti Fljótsdalshrepps.

Jóhann tilkynnti afsögn sína sem oddviti hreppsins á sveitarstjórnarfundi fyrr í vikunni vegna persónulegra ástæðna en hann hefur um árafjöld tekið virkan þátt í sveitarfélagssörfum fyrir Fljótsdal. Hann hefur verið oddviti síðan 2020 en sinnti því embætti einnig á árunum 1999 til 2001. Hann tók sér frí frá störfum fyrir sveitarfélagið um fjögurra ára skeið 2014 til 2018.

Jóhann segir við Austurfrétt að hann hafi tilkynnt þetta til að sveitarstjórn hafi ráðrúm til að bregðast við en hann hyggst standa vaktina sem oddviti fram að fyrsta fundi sveitarstjórnar á nýju ári. Jóhann er jafnframt í samfélagsnefnd Fljótsdalshrepps auk þess að vera fulltrúi hreppsins gagnvart Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi. Hann hefur ekki gert upp við sig hvort hann hætti í þeim hlutverkum.

„Þetta er eingöngu tilkomið af persónulegum ástæðum sem ég vel þessa leiðina og engar aðrar ástæður þar að baki. Ég sit líka í nokkrum nefndum á vegum Fljótsdalshrepps en hef ekki alveg gert upp við mig hvort ég hætti störfum í þeim líka. Ég mun ákveða það innan tíðar hvað verður.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.