Nýtt sorphirðudagatal væntanlegt á næstu dögum
Nýtt sorphirðudagatal fyrir Múlaþing og Fljótsdalshrepp verður birt á næstu dögum. Dráttur hefur orðið á því vegna breytinga á sorphirðu á Austurlandi.Á heimasíðu Múlaþings er sorphirðudagatal fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins fyrir Fljótsdalshérað og Seyðisfjörð en ekki hefur verið gefið út sorphirðudagatal enn fyrir Fljótsdalshrepp.
Jón Þórir Frantzson, framkvæmdastjóri Íslenska gámafélagsins sem sér um sorphirðuna í sveitarfélögunum tveimur, segir að sameiningar og útboð Fjarðabyggðar á sorphirðu hafi orðið til þess að breyta hafi þurft skipulagi sorphirðunnar.
Drög hafi legið fyrir að dagatalinu fyrir mánuði og verið unnið eftir því en þau endanlega verið staðfest af yfirvöldum af Múlaþingi í vikunni. Verið sé að gera dagatalið klárt til birtingar og muni það birtast innan skamms.
Sorphirða í Fljótsdal fylgir sorphirðu í öðru dreifbýli á Fljótsdalshéraði.
Til þessa hefur Djúpivogur fylgt Hornafirði í sorphirðu en verður nú fært undir Múlaþing. Til að koma því í sama takt og annars staðar verður farin auka ferð eftir flokkuðu sorpi á Djúpavogssvæðinu á morgun.
Í næstu viku verður síðan sótt óflokkað sorp í þéttbýlinu á Fljótsdalshéraði mánudag og þriðjudag en Seyðisfirði á miðvikudag og loks Djúpavogi á fimmtudag.
Þá hefur í þessari viku óflokkað sorp verði sótt á utanverðu og norðanverðu Fljótsdalshéraði en verður sótt á Upphéraði, þar með talið Fljótsdal, í næstu viku.