Nýtt íþróttasvæði á Egilsstöðum þrengir að eldri borgurum

Vinnslutillaga að nýju íþróttasvæði á Egilsstöðum norðan við hjúkrunarheimilið Dyngju lokar alfarið fyrir frekari nauðsynlega þróun heilbrigðisstofnana á svæðinu að mati Öldungaráðs Múlasýslu.

Þetta kemur fram í bókun ráðsins nýlega vegna vinnslutillagna sveitarfélagsins að nýju íþróttasvæði en Öldungaráðið segir tillögurnar ganga mun lengra en skipulagslýsing á svæðinu sem kynnt var á síðasta ári. Það sé miður því huga þarf til framtíðar varðandi þjónustu við eldri borgara en ekki síst vegna ítrekaðra óska eldri borgara að á umræddu svæði verði gert ráð fyrir íbúum fyrir eldri borgara en mikill skortur er á slíku húsnæði. Það sé öllum í hag að slíkar íbúðir séu sem næst nauðsynlegri þjónustu.

Ráðið beinir þeim tilmælum til sveitarstjórnar Múlaþings að svæðið næst Dyngju verði tileinkað íbúðum fyrir eldri borgara og ráð gert fyrir frekari uppbyggingu bæði hjúkrunarrýma og annarri heilbrigðisþjónustu inn á umrætt íþróttasvæði.

Hjúkrunarheimilið Dyngja. Framtíðarstækkunarmöguleikar þess og annarra heilbrigðisstofnana á svæðinu verða skertir verulega ef nýtt íþróttasvæði fær þar pláss. Mynd GG

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.