Nýtt Hoffell markar tímamót í atvinnusögu Fáskrúðsfjarðar - Myndir

Framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar segir nýtt uppsjávarveiðiskip marka tímamót í atvinnusögu Fáskrúðsfjarðar. Tekið var á móti nýju Hoffelli við athöfn í bænum í gær.

„Kaupin á elda Hoffelli voru mikil framför fyrir uppsjávarútgerð á Fáskrúðfirði og breyttu möguleikum okkar í landi mikið. Koma þessa skips markar tímamót í atvinnusögu Fáskrúðsfjarðar og er mikið framfaraskref,“ sagði Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar í gær.

Hann og stjórnarformaðurinn Elvar Óskarsson röktu í ræðum sínum aðdraganda kaupanna á skipinu. Friðrik sagði stærra skip vera rökrétt skref eftir að afkastageta uppsjávarfrystihússins var aukin um 70% í vetur með tæknivæðingu.

Elvar sagði að um tíma hefði verið leitað nýju skipi. Það skip sem nú hefur fengið nafnið Hoffell, en var áður Asbjörn og gert úr frá Hirtshals í Danmörku, landaði kolmunna á Fáskrúðsfirði í desember, gagngert þannig að stjórnendur Loðnuvinnslunnar gætu skoðað skipið. Hlé varð á viðræðum fram í maí þegar þær komust aftur á skrið og var gengið frá kaupunum endanlega í byrjun júní.

Eldra Hoffell gengur upp í kaupin en Loðnuvinnslan þarf að greiða 1,8 milljarð króna á milli. Gamla skipið verður gert út af Angro í Færeyjum en útgerð Asbjörns á fjórðung í henni.

Lengra að sækja fiskinn

Nýja skipið sigldi inn Fáskrúðsfjörð í fyrsta sinn í hádeginu í gær. Fjöldi fólks tók á móti því í miðbænum og nýtti tækifærið til að skoða það. Skipið var smíðað hjá Karstensens í Danmörku árið 2008. Það hét fyrst Gitte Henning og var gert út frá Skagen en 2013 selt útgerðinni í Hirtshals. Það er 75,4 metra langt og 16,5 metra breitt, eða tíu metrum lengra og þremur metrum breiðara en eldra Hoffell. Aðalvélin er 8100 hestöfl og skipið ber 2530 tonn. Elvar rifjaði upp til samanburðar að fyrsta Hoffellið hefði borið 120 tonn. Það kom til Fáskrúðsfjarðar árið 1959 og er það nýja hið fimmta í röðinni.

Bæði Friðrik og Elvar bentu á að stærra skip skipti máli þegar langt væri að sækja aflann. „Sigling á makrílmiðin var 5-10 tímar þegar við hófum þær veiðar. Nú förum við 400 sjómílur austur í Smugu. Þá tekur einn og hálfan sólarhring að sigla á miðin eða þrjá fram og til baka í hverjum túr,“ sagði Friðrik en skipið nær allt að 18 sjómílna hraða.

Helmingi meiri burðargeta skiptir ekki bara máli þegar makrílinn er sóttur austur í Smugu heldur líka þegar loðna til hrognatöku er sótt vestur í Breiðafjörð. Í vetur tók Loðnuvinnslan á móti 830 tonnum af loðnum til hrognatöku frá Hoffelli en ætti að geta náð í rúmlega 1300 tonn með nýja skipinu.

Öruggari áhöfn

Stærð skipsins skiptir líka máli upp á öryggi og vinnuaðstöðu áhafnar. Meira flot þýðir að það rísa hærra upp úr sjó þegar það er fulllestarð. „Stærri skip eru stöðugri í sjó. Þegar skip veltur minna hvílist áhöfnin betur og þá verða störfin léttari. Mikilvægasta breytingin fyrir áhöfnina er að það hentar betur í verri veðrum og meira skjól er fyrir vinnuna,“ sagði Arnfríður Eide Hafþórsdóttir, mannauðs- og öryggisstjóri Loðnuvinnslunnar.

Eldra Hoffell kom til Loðnuvinnslunnar árið 2014, þá ári eldra en skipið sem kemur nú. Friðrik rifjaði upp að það hefði skilað fyrirtækinu miklum verðmætum. „Fimm sinnum hefur það komið með ársafla um 40 þúsund tonn. Það kostaði 1,3 milljarða króna á sínum tíma, velta þess var um 11 milljarðar og framlegðin um 3,3. Það gjörbreytti okkar afkomu. Við höldum að nýja skipið geti orðið enn meiri lyftistöng fyrir Loðnuvinnsluna,“ sagði hann.

Öflugt atvinnulíf forsenda velferðar

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði Fáskrúðsfirðingum til hamingju með skipið. Hann sagði ómetanlegt fyrir samfélög eins og í Fjarðabyggð sem treystu á sjávarútveg að þar væru fyrirtæki sem sæktu fram með sínum fjárfestingum.

„Með skipi eins og þessi skapast enn meiri verðmæti og öflugri samfélög. Ef við hefðum ekki öflugt atvinnulíf væri engin velferð í þessum samfélögum. Fjárfestingar þessara fyrirtækja hafa gert það að verkum að við horfum alltaf bjartsýnni til framtíðar.“

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur, dró saman bæði framfarirnar fyrir efnahag og öryggi í ávarpi sínu er hún blessaði skipið. „Framfarir með öflugri skipakosti og bættir starfshættir við vinnslu og útgerð hafa markað sögu og uppbyggingu sjávarbyggðanna. Okkur er hollt að muna hvernig baráttan og sjósóknin var áður fyrir og erum þakklát fyrir framfarirnar.

Til að auðgist mannlíf er atvinnulífið kjölfestan. Forn merking þess að njóta blessunar er að hafa nóg til lífsviðurværis. Þess vegna er það eðlileg og fallegt hefð að blessa skip.“

Fanney Linda Kristinsdóttir, sem starfað hefur hjá Loðnuvinnslunni í 40 ár, gaf skipinu formlega nafnið Hoffell SU-80. Sigurður Bjarnason verður skipstjóri. Nýja Hoffellið fer fljótlega á makrílveiðar. 

Hofell Lvf Juni22 0002 Web
Hofell Lvf Juni22 0006 Web
Hofell Lvf Juni22 0007 Web
Hofell Lvf Juni22 0009 Web
Hofell Lvf Juni22 0012 Web
Hofell Lvf Juni22 0016 Web
Hofell Lvf Juni22 0018 Web
Hofell Lvf Juni22 0026 Web
Hofell Lvf Juni22 0037 Web
Hofell Lvf Juni22 0061 Web
Hofell Lvf Juni22 0068 Web
Hofell Lvf Juni22 0075 Web
Hofell Lvf Juni22 0081 Web
Hofell Lvf Juni22 0082 Web
Hofell Lvf Juni22 0086 Web
Hofell Lvf Juni22 0088 Web
Hofell Lvf Juni22 0089 Web
Hofell Lvf Juni22 0090 Web
Hofell Lvf Juni22 0091 Web
Hofell Lvf Juni22 0093 Web
Hofell Lvf Juni22 0094 Web
Hofell Lvf Juni22 0095 Web
Hofell Lvf Juni22 0096 Web
Hofell Lvf Juni22 0097 Web
Hofell Lvf Juni22 0098 Web
Hofell Lvf Juni22 0100 Web
Hofell Lvf Juni22 0102 Web
Hofell Lvf Juni22 0103 Web
Hofell Lvf Juni22 0104 Web
Hofell Lvf Juni22 0105 Web
Hofell Lvf Juni22 0106 Web
Hofell Lvf Juni22 0107 Web
Hofell Lvf Juni22 0110 Web
Hofell Lvf Juni22 0113 Web
Hofell Lvf Juni22 0116 Web
Hofell Lvf Juni22 0117 Web
Hofell Lvf Juni22 0118 Web
Hofell Lvf Juni22 0121 Web
Hofell Lvf Juni22 0122 Web
Hofell Lvf Juni22 0123 Web
Hofell Lvf Juni22 0124 Web
Hofell Lvf Juni22 0125 Web
Hofell Lvf Juni22 0126 Web
Hofell Lvf Juni22 0127 Web
Hofell Lvf Juni22 0128 Web
Hofell Lvf Juni22 0130 Web
Hofell Lvf Juni22 0131 Web
Hofell Lvf Juni22 0132 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.