Nýir eigendur teknir við Klif hostel

Félag í eigu Esterar S. Sigurðardóttur og Ólafs Áka Ragnarssonar hefur keypt farfuglaheimilið Klif á Djúpavogi. Það er til húsa í gamla pósthúsinu á staðnum.

„Þetta er húsið þar sem maður kom til að fá að hringja til Reykjavíkur. Það var mjög spennandi,“ segir Ester.

Ester var á Djúpavogi á sumrin sem barn en Ólafur Áki er alinn þar upp. Ester rak síðasta sumar kaffihús í Löngubúð og er bjartsýn á ganginn í ferðamennskunni á staðnum.

„Tímabilið er að lengjast. Það er búið að vera mikið að gera hér í september, október og nóvember og maður sér fólk hér á ferðinni á aðventunni,“ segir hún.

Það voru Margrét Árnadóttir og Tryggvi Gunnlaugsson sem fóru af stað með Klif árið 2014. Gamla pósthúsið hefur verið endurnýjað mikið að innan en þar standa símaklefarnir tveir þó enn óhreyfðir.

Farfuglaheimilið er með rúmum fyrir 19 manns í herbergjum auk þess sem í kjallara er 80 fermetra íbúð sem einnig er leigð út. Það hefur til þessa aðeins verið rekið frá maí og fram í september en nú verður svo breyting á opið verður allt árið.

„Við sjáum þetta sem spennandi tækifæri og skemmtilega tíma framundan. Við hlökkum ti lað eiga samskipti við innlenda og erlenda gesti. Klif hefur gengið gríðarlega vel og eignast sína föstu gesti sem koma ár eftir ár.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.