Nýtt félag tekur við Hofsá

Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár mun taka taka við þjónustu og sölu veiðileyfa í Hofsá eftir 19. ágúst nk. af Stangveiðifélagi Hofsá ehf.

 

Þeir veiðimenn sem keypt höfðu veiðileyfi af Stangveiðifélaginu Hofsá ehf. eftir 19. ágúst munu halda sínum veiðileyfum á sömu kjörum, en þeim er vinsamlegst bent á að staðfesta það hjá Jóni Magnúsi Sigurðarsyni á Einarsstöðum í síma 899 5458.

Þetta var niðurstaða í samkomulagi milli Veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár og núverandi leigutaka Stangveiðifélags Hofsá ehf. og þakkar stjórnin samstarfið á liðinum árum. Varðandi ráðstöfun á veiði í Hofsá fyrir næstu ár verður ákveðið innan tíðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.