Norðfirðingur fékk hæstu einkunn fyrir lokaverkefni í Noregi

Ólafía Zoëga útskrifaðist nýlega með hæstu einkunn frá arkitektaskólanum í Björgvin í Noregi. Meistaraverkefnið hennar var innblásið af birtingarmynd kreppunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem standa hálfbyggð hús og auðar lóðir.

 

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Ólafía er frá Norðfirði en hefur búið í Björgvin í fimm ár og fylgst með atburðunum á Íslandi úr fjarlægð.

„Ég hef komið heim einu sinni til tvisvar á ári og alltaf séð miklar breytingar í hvert skipti. Á þessum fimm árum hafa sprottið upp heilu hverfin af fullgerðum og hálfbyggðum húsum, fyrir utan turna, verslunarhallir og skýjakljúfa. Auk þess er fullt af stórum, auðum lóðum.“

Verkefnið hennar snérist um skipulag í miðborg Reykjavíkur. Hún veit ekki hvort það komi einhverju af stað en það verður kynnt nánar eftir áramót.

„Við erum fjórar stúlkur af norðurslóðum sem ætlum að sýna verkefnin okkar í Tromsö í janúar í tengslum við stóra ráðstefnu um Norðurheimskautssvæðin. Ein okkar er frá Grænlandi, önnur Rússlandi, þriðja frá Norður-Noregi og svo ég frá Íslandi. Við ætlum að búa til eina sýningu úr öllum fjórum verkefnunum okkar.“

Hægt er að fræðast nánar um verkefnið á vefsíðunni http://criceland.blogspot.com.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.