Ánægjulegir dagar að baki

Sigrún Blöndal, oddviti Héraðslistans, segir ánægjulega kosningabaráttu að baki hjá framboðinu þar sem víða hafi verið komið við. Hún segir margt spennandi að gerast á Fljótsdalshéraði og íbúar séu „býsna bjartsýnir þrátt fyrir erfiða tíma.“ Skólamál brenna á fólki.

 

Image„Það skiptir mjög miklu máli fyrir starfið í skólunum að nemendur og starfsfólk búið við öryggi. Við munum standa þétt við bakið á öllum skólum á svæðinu enda er það mikilvægt byggðamál að leggja ekki niður skóla.“

Hún segir að úrslit kosninganna í dag skipti miklu máli fyrir næstu ár í sveitarfélaginu því verðandi bæjarfulltrúar verði að átta sig á ábyrgð sinni og taki á fjármálum sveitarfélagsins af festu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.