Neistaflugstónleikarnir haldnir í ár

Síðastliðið vor tilkynnti Neistaflugsnefndin að ekkert Neistaflug yrði í ár vegna þess óvissuástands sem þá ríkti í samfélaginu varðandi heimsfaraldurinn.

Nú fyrir skömmu tilkynnti nefndin að stórtónleikarnir sem farið hafa fram á íþróttavellinum í Neskaupstað á sunnudagskvöldið um verslunarmannahelgina munu ferða haldnir.


Þeir sem koma fram á tónleikunum eru: Selma Björnsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Stefán Jakobsson, Gunni og Felix og Birnir. Hljómsveitin Buff mun sjá um spilamennskuna á tónleikunum.


Áður hafði verið tilkynnt um bæði fjölskyldutónleika og ball með Páli Óskari í Egilsbúð á laugardag um verslunarmannahelgina. Sá viðburðir er hluti af samstarfi Tónaflugs og QueerNes.


Þá verður sirkusnámskeið í íþróttahúsinu á föstudeginum svo nóg verður um að vera í Neskaupstað um verslunarmannahelgina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.