Nánast allir íbúar Fljótsdals í framboði

„Ég vil nú meina að þetta sé skilvirkari og og um margt lýðræðislegri aðferð en þessi hefðbundna listakosning,“ segir Jósef Valgarð Þorvaldsson, formaður kjörstjórnar Fljótsdalshrepps.

Sveitarfélagið er eitt níu alls í landinu sem notast við óbundnar kosningar sem merkir að hver einasti íbúi yfir átján ára aldri er tæknilega í framboði til sveitarstjórnar næstu fjögur árin. Alls eru 85 í kjöri að þessu sinni í Fljótsdalshreppi en hver og einn kjósandi þarf að tilnefna fimm einstaklinga í sveitarstjórn og fimm að auki sem varamenn á kjörseðlinum.

Jósef telur ekki miklar líkur á að kosið verði fólk sem ekki hefur neinn áhuga á sveitarstjórnarstörfum. Allir þekki alla á svæðinu og viti sæmilega hvar hver stendur.

„Ef einhverra hluta vegna einstaklingur hlýtur kosningu sem ekki hefur vilja eða getu til þá getur viðkomandi einfaldlega sagt formlega af sér vegna persónulegra aðstæðna á fyrsta sveitarstjórnarfundi eftir kosningar. Þannig leysist það. Það er hins vegar hægt fyrir kosningar, sé fólk orðið eldra en 65 ára, að biðjast undan kjöri og slíkt þá sérstaklega auglýst.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.