Nánari samvinna Austurgluggans og Austurfréttar

Náin samvinna hefur verið milli vikublaðsins Austurgluggans og netmiðilsins Austurfréttar í tæp tvö ár. Samvinnan hefur nú aukist enn frekar þar sem ritstjórnir hafa verið sameinaðar.


Samstarfið hófst með samningi um að Austurfrétt sinnti efnisvinnslu fyrir Austurgluggann í lok apríl 2014 en síðan hefur verið stefnt að enn nánara samstarfi. Fyrsta skrefið í þá átt hefur nú verið stigið.

Hafin er eins árs tilraun með samrekstur félaganna á kennitölu Útgáfufélags Austurlands ehf. sem stóð að baki Austurglugganum. Þá hefur ritstjórn og auglýsingasala miðlanna verið sameinuð. Gunnar Gunnarsson, ritstjóri Austurfréttar, verður ritstjóri beggja miðlanna og Kristborg Bóel Steindórsdóttir blaðamaður.

Sverrir Mar Albertsson, sem titlaður hefur verið ritstjóri Austurgluggans undanfarna mánuði, gegnir ekki lengur þeirri stöðu. Stefán Bogi Sveinsson sinnir auglýsingasölu fyrir báða miðlana.

Markmið samrekstursins er að byggja upp öfluga austfirska fjölmiðlun. Lesendur ættu samt ekki að verða varir við teljandi breytingar.

Áskriftargjald Austurgluggans hækkaði um áramótin úr 1900 krónum á mánuði í 2100. Það er gert til að bregðast við verðlagsþróun en áskriftargjaldið hefur verið óbreytt síðustu ár. Búið er að senda áskrifendum reikninga fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins í samræmi við breytingarnar. Verð í lausasölu hækkar úr 650 krónur í 750 krónur.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.