Myglusveppur: Ekki orðið varir við aukna komu sjúklinga

stefan_thorarinsson_mikki_clausen_haraldur_briem_mygla.jpg
Læknar á heilsugæslustöðvunum á Egilsstöðum og Reyðarfirði hafa ekki orðið varir við aukna komu sjúklinga í tilvikum sem rekja megi til myglu í húsum. Erfitt getur samt verið að greina nákvæmlega hvaða tilvik megi rekja til heilsuspillandi húsnæðis.

Þetta kom fram í máli Stefáns Þórarinssonar, framkvæmdastjóra lækninga á Heilbrigðisstofnun Austurlands á borgarafundi sem efnt var til á Egilsstöðum í ljósi þess að mygla hefur greinst um 50 nýlegum íbúðum þar og á Reyðarfirði.

„Ég spurði læknana á Egilsstöðum og Reyðarfirði hvort þeir hefðu orðið varir við eitthvað en þeir sögðust ekki merkja það af komum á heilsugæslustöðvarnar. Það er ekki þar með sagt að fólki geti ekki liðið illa,“ sagði Stefán.

Nokkur gagnrýni kom fram frá íbúum á viðbrögð lækna á Austurlandi sem þóttu hafa verið hæg. Sögðust fundarmenn meðal annars hissa á að ekki sæist aukin tíðni því það væri ekki þeirra tilfinning af samræðum við nágranna.

„Það eru stöðugar sveiflur í heilsufari fólks eftir árstíðum og því hvenær pestarfaraldar koma. Læknir sem vinnur með fólki í þessu breytilega ástandi þarf að upplifa miklar breytingar í sínu umhverfi til að taka eftir þeim. Það er ekki þar með sagt að fólk glími ekki við vandamál tengd húsunum. Þau koma bara ekki fram í okkar sveiflum.“

Þá var einnig gagnrýnt að betur gengi að fá viðurkenningar á heilsufarsvandamálum hjá læknum utan svæðisins. „Við þurfum að leita suður því það er ekki hlustað á okkur hér,“ sagði einn fundarmanna.

Stefán svaraði því til að viðbrögð heilsubrigðiskerfisins væru stigvaxandi. „Heilsugæslan í heimabyggð er fyrsti viðkomustaður fólks þegar það finnur fyrir einkennum. Læknirinn gerir almennt mat og leitar að ákveðnum sjúkdómum.

Það er mikið til að vanlíðan sem við skynjum ekki í venjulegu samtali. Sjúkdómar og líðan fólks eru óendanlega flókin fyrirbæri. Ef ekkert augljóst finnst þá bíðum við. Ef ekkert lagast þá sendum við fólkið áfram og gerum smám saman ítarlegri rannsóknir. Fólk getur upplifað ákveðna höfnun ef það fær ekki skýr svör.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.