Myglusveppur: Ekkert fannst á leikskólanum

skogarland_leikskoli_egs.jpg
Engin ummerki hafa fundist um myglusvepp á leikskólanum Skógarlandi á Egilsstöðum. Þeirra hefur þó verið leitað þar sem skólinn var byggður af ÍAV líkt og hverfið Votihvammur þar sem ráðast þarf í endurbætur á hverri einustu íbúð.

Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, staðfesti að HAUST hefði verið kallað til sýnatöku í skólanum. Veggir og loft hefðu þar verið opnuð en ekki nein fundist nein ummerki um myglu. 

Þá hefðu verið gerðar ráðstafanir á skólanum til að bæta loftræstingu á svæðum þar sem helst gæti myndast raki og mygla. Ekki var heldur notaður birkikrossviður í leikskólann en hann hefur verið talið helsta vandamálið í Votahvammi.

Tekin voru sýni sem send hafa verið í ræktun. Niðurstöður úr þeim liggja ekki enn fyrir en menn reikna ekki með að finna ummerki um myglusvepp í þeim. Sá varnagli var þó sleginn að ef menn ætluðu að leita að sér allan grun þyrfti að taka mun stærra sýni en gert var.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.