Munu framvegis senda út tilkynningar tvisvar í viku

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hefur ákveðið að hætta að senda út daglegar tilkynningar um aðgerðir og ástand á svæðinu vegna heimsfaraldurs Covid-19 því langt er frá síðasta smiti. Framvegis verða sendar út tilkynningar tvisvar í viku.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu aðgerðastjórnar í dag. Hún hefur sent frá sér daglegar tilkynningar frá 26. mars.

Ekki hefur greinst smit á svæðinu frá 9. apríl, enginn er í einangrun með virkt smit og aðeins tveir í sóttkví. Í því ljósi telur aðgerðastjórnin ekki þörf á daglegum tilkynningum.

Í staðinn verða sendar út tilkynningar tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum. Tilkynningarnar verði teknar upp aftur ef smit greinist á svæðinu, en vonast er til þess að íbúar vinni að því saman að til þess komi ekki.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.