Mun meiri heyfengur en undanfarin ár

Sólskin og skúrir til skiptis eru kjöraðstæður fyrir grassprettu. Gott vor varð til þess að austfirskir bændur byrjuðu heyskap fyrr en undanfarin ár og fengu meira hey.

„Heyfengur er mikill í ár og er uppskeran mjög góð“, segir Guðfinna Hapa Árnadóttir, ráðunautur hjá Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins og bóndi á Straumi í Hróarstungu.

Veðurfar hefur mikil áhrif á gróðurinn og uppskeruna og voru austfirskir bændur einstaklega heppnir með veðurfar þetta árið.

„Vetur var mildur og vorið, sem kom snemma þetta árið, var hlýtt og gott. Í sumar fengum við síðan ringingu og sól til skiptis og er því um að ræða virkilega góða blöndu fyrir gróðurinn,” segir hún.

Allt þetta skilar sér í meiri heyfeng en síðustu ár.

Guðfinna Harpa segir bændur einnig hafa notið góðs af því að geta byrjað fyrr að heyja. Bændur á fjörðum þurftu hins vegar að þola fleiri rigningardaga en bændur á Fljótsdalshéraði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.