Mótmæla niðurskurði hjá HSA: Stofnunin vart rekstrarhæf

hsalogo.gifBæjarráð Fljótsdalshéraðs segir áhyggjuefni ef ekki er hægt að veita grunnþjónustu vestræns velferðarkerfis nema á afmörkuðum svæðum í nágrenni stærstu þéttbýliskjarnanna. Boðaður er niðurskurður á framlögum til Heilbrigðisstofnunar Austurlands á fjárlögum 2012.

 

Vakin er athygli á þessu í nýlegri bókun bæjarráðs Fljótsdalshéraðs. Þar segir að svo hafi verið þrengt að rekstri HSA að stofnunin sé „á mörkum þess að geta talist rekstrarhæf.“ Áhyggjuefni er ef aðeins er hægt að veita þjónustu eins og sjúkra- og heilsugæsluþjónustu í nágrenni við stærstu þéttbýliskjarnana.

„Með vísan til landshátta og fjarlægðar til helstu sjúkrastofnana landsins og þeirra upplýsinga er stjórnendur HSA hafa lagt fyrir fulltrúa Alþingis og ráðuneyta væntir bæjarráðið þess  að horfið verði frá frekari áformum um niðurskurð framlaga til stofnunarinnar og með hækkun rekstrarframlaga verði henni gert fjárhagslega kleift að sinna hlutverki sínu.“

Ráðið leggur einnig ríka áherslu á að hjúkrunarrýmum fyrir aldraða á Egilsstöðum verði fjölgað miðað við viðurkennda þörf, sem er 30 rými. Sautján rými eru til staðar í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.