Mögnuð makrílmet

Sannkallað makrílstríð hefur geisað undanfarnar vikur og var þeim stærsta til þessa landað úr Berki NK síðastliðinn föstudag.



Óvenjustór makríll barst óvenjustór makríll á landi í fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og reyndar sá stærsti sem starfsfólk hafði augum litið, en hann vóg 1285 grömm.

Aðeins tíu dögum síðar bárust þær fregnir að Vilhelm Þorsteinsson EA, fjölveiðiskip frá Samherja, hefði landað enn stærri makríl sem reyndist 1302 grömm.

Metin halda áfram að falla og síðstliðinn föstudag fékk Börkur makríl sem var hvorki meira né minna en 1370 grömm.

Samkvæmt frjálsa alfræðiritinu Wikipedia er makríll langlífur fiskur og hámarksaldur hefur greinst 25 ár. Í lok fyrsta árs er meðallengd makríls 27-28 sentimetrar og er þyngdin þá 160-179 grömm. Við níu ára aldur er meðallengd makríls um 40 sentimetrar og þyngdin um og yfir 600 grömm.

Eyðun Simonsen verkstjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar sagði að þessir umræddu fiskar þættu gríðarstórir og segist hann ekki hafa heyrt um stærri makríla sem veiðst hafa hér við land.

En, hver veit nema að metin haldi áfram að falla?

Ljósmynd: Eyðun Simonsen

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.