Mistök við útsendingu áminningarbréfa frá Austurglugganum

Útgáfufélag Austurlands ákvað um áramót að hætta útsendingu reikninga á pappír til áskrifenda Austurgluggans.

 

Til stóð að senda út aðvörun á pappír til þeirra sem ekki hefðu greitt á eindaga og gefa þeim kost á að greiða áskriftarkröfur án innheimtukostnaðar innan tiltekins frests og var það hugsað til að koma til móts við þá sem ekki sjá rafræna reikninga á heimabanka. Fyrir mistök á skrifstofu blaðsins fóru hins vegar út aðvaranir sem báru með sér innheimtukostnað upp á tæpar þúsund krónur.

 

Blaðið harmar þessi mistök og er nú búið að senda beiðni um að innheimtukostnaður verði felldur niður af þessum kröfum. Það getur hins vegar tekið upp undir tvo sólarhringa að ná í gegn þannig að hægt sé að fara með bréfin í banka og greiða kröfurnar án innheimtukostnaðar. Einhverjir hafa þegar greitt kröfurnar með áföllnum kostnaði og mun blaðið hafa samband við þá á næstu dögum og endurgreiða þeim mismuninn.

 

Einnig stendur áskrifendum til boða að millifæra höfuðstól kröfunnar, kr. 7.500 fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins, beint inn á bankareikning Útgáfufélags Austurlands sem sjá má hér að neðan. Ef það er gert er þess óskað að kvittun fyrir greiðslunni, eða tilkynning um hana, verði send með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Skrifstofa blaðsins biðst innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda áskrifendum okkar.

 

Útgáfufélag Austurlands - kt. 711201-2380 - Banki 1106 Hb. 26 Reikn. 711

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.