Mikilvægt að sýna unga fólkinu hvað hægt er að fást við á Austurlandi

Um 50 fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök kynna starfsemi sýna á náms- og atvinnulífssýningunni Að heiman og heim sem haldin er á Egilsstöðum í dag. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir mikilvægt að vekja reglulega athygli á fjölbreyttu atvinnulífi í fjórðungnum.

„Mér finnst gaman þegar draumar rætast og þessi dagur er í mínum huga draumur að rætast,“ sagði Sigrún Blöndal, formaður SSA, þegar hún opnaði sýninguna morgun.

Á sýningunni kynna um 50 fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök starfsemi sína. „Við tölum stundum um að atvinnulífið hér sé fábreytt en þegar við leggjum í púkk kemur í ljós að verkefnin sem við vinnum eru býsna fjölbreytt.

Það þurfum við að sýna ungu fólki þannig það sjái tækifæri til að fara að heiman en koma svo aftur og vinna hér,“ sagði Sigrún.

Sýningin er haldin að frumkvæði samtakanna Ungs Austurlands og nýtti Sigrún tækifærið til að þakka samtökunum fyrir framtakið. „Þau komu með hugmyndina að því að halda sýningu sem þessa þar sem við getum hvað við erum margbreytileg og sterk. Það er líka gott fyrir okkur að sjá og gleðjast yfir.

Mér finnst að þetta sé byrjunin á einhverju sem á eftir að stækka. Við látum ekki staðar numið hér.“

Sýningin er opin í dag frá 11-17 í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Austurfrétt/Austurglugginn er meðal þeirra fyrirtækja sem kynna starfsemi sína.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.